Bara taka það fram að ég er kvk, 61-62 kg, 174 cm á hæð og í 10 bekk (fædd 1994).
Málið er að ég hef frá því að ég hætti í mat í 9 bekk (útaf ég borðaði hann kannski 1 í viku og ég er mjööög matvönd) þá fékk ég mér hunangs seríos í morgunmat ekkert í skólanum (kom þó fyrir að ég nennti að taka með mér jógúrt/smyrja samlóku) og þegar ég kom heim var ég alltaf að deyja úr hungri og well… tók s.s. alltaf átköst og fékk mér t.d. heilan Ritz kex pakka, ostasamloku með hvítu brauði og kex… og svo whatever sem var í kvöldmat (vanalega eitthvað sem mér fannst vont og þá fékk ég mér brauð eða óhollt t.d. hamborgarar og pizza)
Ennn núna eftir vetrarfríið var ca búið (mán.) þá er ég ekki búin að borða neitt óhollt (fyrir utan eina pizzusneið…) og er mjög stolt af sjálfri mér :D
Mánudagur:
7:30 - venjulegt seríos og mjólkurglas
nesti í skólanum - mandarína og vatn
13:00 - ca. 200 g hvítt skyr með engum skykri
17:00 - ávöxtur og vatn
19:00 - ávöxtur og vatn
Þrið:
allt sama og mán.
Mið:
7:30 - hafragrautur með rúsínum og mjólkurglasi
nesti í skólanum - mandarína og vatn
13:00 - skyr.is og vatn
18:00 - 1 pizzasneið af heimabakaðri pizzu :$ og vatn
21:00 - 4-6 vínber
Ég hreyfi mig ca í 20 mín á dag með að fara út með hundinn í göngutúr
Planið mitt er að halda þessu áfram nema ætla að byðja mömmu að hafa oftar kjúkling í matinn og ehv hollt afþvi ég nenni ekki vera étandi alltaf ávexti i kvöldmat.
En nú spyr ég ykkur hvort að það vanti eitthvað og hvort/hvernig vítamín ég ætti kannski að taka eða er þetta í lagi ef maður æltar að plana að léttast um 2-3 kg á mánuði þangað til ég er komin i 56-57 kg?