Yfirleitt ekki ef þú borðar nokkuð næringarríka fæðu almennt. Að jafnaði er næringarskortur á Íslandi afar óalgengur, man ekki nákvæmlega hvaða efni það eru sem skortir, en það er fyrst og fremst meðal kvenna sem skortir járn (vegna blæðinga) og svo D-vítamín, vegna skorts á sólarljósi. Auk þess er afar ólíklegt að sá skortur sem þú mögulega gætir fundið fyrir sé þér ljós, yfirleitt sést það á húr og hári. Til dæmis sést sink skortur á nöglunum (hvítir blettir) og þú gætir tekið eftir minni flösu eða sterkara hári. Ef þú hefur ekki tekið lýsi að jafnaði gætir þú tekið eftir smávægilegum breytingum á greindarvísitölu, en þú ferð samt ekki að rústa öllum prófum í skólanum. Þú myndir líka eiga auðveldara með að léttast ef þú hefur ekki haft nóg af hollum fitum í fæðunni áður.
Ég tek fjölvítamín og lýsi, fyrst og fremst til að bæta upp það sem ég gæti hugsanlega ekki að fá úr matarræði, en það er ólíklegt að ég taki of mikið af vítamínum, megnið fer bara út með þvagi.