Sæl. Það eru ekki miklar líkur á að þú verðir langlíf í íþróttum eftir að liðþófinn er fjarlægður, því miður. Persónulega finnst mér þetta mjög gróf aðgerð og mundu að þú munt aldrei aftur fá liðþófann. Þú munt að öllum líkindum fá mikla slitgigt og aukna verki í hægra hnéð sem endar með að þú þarft að fá gervilið í hnéð þegar þú eldist.
Ég er ekki að reyna hræða þig, ég er bara að leggja áherslu á að liðþófi er afar mikilvægt líffæri og þú skalt lesa þér vel til um og leita álita fleiri sérfræðinga áður en þú lætur lækni taka öll völdin af þér í þessu máli. Það sem læknir segir er ekki alltaf heilagur sannleikur.
Ég myndi ráðleggja þér að hætta í íþróttum með miklum snúningum og höggum á hnéð, t.d. handbolta og fótbolta, og taka frekar upp hjólreiðar eða sund eða aðra íþrótt sem veldur ekki höggum og snúningum á hnéð.
Einnig myndi ég athuga hvaða skaðabótarétt þú hefur ef þeim tókst eins og þú segir að klúðra fyrri aðgerðunum.
Ég á frænku sem lét fjarlægja annan liðþófan og hún hefur verið með verki og þurft að fara reglulega í sjúkraþjálfun alla tíð síðan.