Ég er að velta svolitlu fyrir mér, málið er það að ég á vinkonu sem á við smá offituvandamál að stríða en núna er hún að taka sig á og er í megrun, sem er auðvitað gott mál nema hvað hún er hætt að borða og drekkur bara diet-kók þrátt fyrir að hún viti að það er ekkert hollara (þ.e. ég er buin að vera að bögga hana með því sem ég ætla að segja á eftir).

Málið er að það eru mikið fleiri en bara hún sem halda að með því að innbyrða diet-vörur séu þau að innbyrða færri kaloriur, þetta er ekki rétt því diet kók er ekki “ein stök kaloria” heldir “einstök kaloria” (ef einhver skylur hvað ég er að fara). Ok það er ekki það versta heldur er mannslíkaminn ekki hannaður til að vinna úr tilbúnum ónáttúrulegum gervisykrum og í staðinn fyrir að vinna eðlilegann fituforða úr þessu þá safnast g-sykurinn fyrir í fituvefnum óunninn. s.s. fastur í fituvefnum. Þess vegna er erfiðara fyrir diet-fólk að losa sig við umfram fitu!

Og þess vegna þoli ég ekki að sjá feitt fólk hamstra diet!

Er einhver annar sem er sama sinnis?

kv Martini