Það sem gerir fólk feitt í dag er tvennt, hreyfingarleysi og mikil neysla einfaldra kolvetna, svo sem maíssýróp og sykur. Þessu er bætt í helling af matvöru, nánast allt morgunkorn, brauð, gosdrykki, mjólkurvörur og svo að sjálfsögðu uppistaðan í sælgæti. Flestum dugir að gera nokkuð einfaldar lífstílsbreytingar, hreyfa sig meira og borða minna af matvöru með viðbættum sykri (sérstaklega gosi). En eins og sagt var að ofan, allt sem inniheldur orku getur gert þig feitan. Fjölkorna rúgbrauð er hins vegar mikið betri kostur en hvítt samlokubrauð. Ástæðan er að í því síðarnefnda er viðbættur sykur, ef þú vilt vita nákvæmlega hvers vegna þetta gerir mann feitan frekar en eitthvað annað, getur þú einfaldlega leitað á netinu.