Þú minnkar ekkert fituna á lærunum þínum við þetta .. en þú styrkir þau ágætilega. Þú græðir sáralítið á því að vera að hamast í þessu tæki endalaust, því líkaminn fer að venjast æfingunni og hún hættir að skila nokkrum árangri :)
Fjölbreytni í æfingum og passlegar þyngdir eru lykillinn að þessu öllu saman, ásamt mataræði og góðum svefni að sjálfsögðu ;)
Við stelpur erum ógeðslega lengi að stækka eitthvað af viti, og til þess að verða ,,stórar" þurfum við að taka mikið á, stefna að því sérstaklega að stækka og borða alveg rosalega mikið eins og strákarnir ;)
Brenna - lyfta (þungt, síðustu 2 repsin eiga að vera ERFIÐ!) - og borða hreint og rétt
Ef þú ferð eftir þessu þá ertu góð ;)
Hef reyndar heyrt mikið mælt á móti einni vinsælustu æfingu stelpna sem eru í svipuðum hugsunarhætti og þú .. þessari hérna :
http://www.youtube.com/watch?v=suFo64friZo&feature=player_embeddedHún getur breikkað mittið frekar en að tóna það eitthvað sérstaklega. Fáum alveg nóga æfingu á skávöðvana í kviðæfingaflórunni allri saman ;)
Það er ekkert til sem heitir staðbundin fitubrennsla. Og hana nú :)