Varð aðeins lengra en ég ætlaði en whatever:
Fyrstu svona 10 mánuðina eftir að ég greindist vra vég með sprautur. Þá er ein með langtímainsúlíni og eins með skammtíma. Þetta langtíma er notað á morgnanna og á kvöldin, ogþað er abra til að hafa alltaf eitthvað insúlín í kerfinu, skammtíma er notað þegar maður borðar og svona. Af því það var alltaf eitthvað langtímainsúlín í blóðinu þá finn ég engan mun á því að vera 5 eða 30 í blóðsykri. En svo í Mars á þessu ári fékk ég dælu, og þá er ég með tæki á beltinu og svo litla plastslöngu sem fer í svona smá plástur á maganum sem ég þarf að láta á þriggja daga fresti og það er bara skammtímainsúlín í því þanni dælan er alltaf að dæla smá insúlíni og svo bara ýti ég á nokkra takka þegar ég fæ mér að borða til að halda blóðsykrinum í lagi.
En ef dælan bilar eða eitthvað og hún dælir engu þá er ekkert insúlín í líkamanum og þá fer blóðsykurinn hátt upp, og þá gerist eitthvað sem kallast blóðsýring, veit ekki alveg hvað nákvæmlega gerist en mér verður bara óglatt og líður illa, og þá þarf að gefa insúlín með sprautu og setja annan plástur.
Þannig nei, venjulega ef ég er bara hár afþví ég gaf mér ekki nóg insúlín þá finn ég engan mun.
Svo hinsvegar ef blóðsykurinn fer fyrir neðan 4 þá finnur maður fyrir svengd og fer að titra og svona. Og ef maður fær sér ekki sykur eða einhver kolvetni fer heilann að vanta orku og þá fer maður að ruglast og það gæti endað með því að það líði yfir mann og svona. Hefur ekki gerst fyrir mig þar sem maður veit í rauninni alveg hvenær maður er lár.
Bætt við 7. desember 2009 - 00:40
Þannig enginn doði eða öndunartruflanir eða neitt þegar blóðsykurinn er hár. Talaði það mikið að ég gleymdi að svara spurningunni beint :)