Þetta er tómt vesen að vera útsettur fyrir svona orðhengilshátt, hvað þá að fólk sé að neyða þig til leiðinda. Fólk er að lyfta til að stækka bicepinn, ekki komast að því hvar hann er festur.
Bætt við 3. desember 2009 - 19:47
En hann er festur annarsvegar (caput longum) hliðlægt framan á upphandleggsbeinshöfðinu í lítilli rauf sem er stundum kölluð sulcus intertubercularis rennur þaðan ofan á tuberculum supraglenoidale á herðablaðinu, og hinsvegar framan á processus coracoideus (sem er líka hluti af herðablaðinu), og er beinnabbi sem þú finnur ef þú lyftir upphandleggnum aðeins til hliðar frá síðunni og þreyfar meðfram höfðinu á upphandleggnum í áttina að líkamanum. Annað teldist framan við holhendina, en hitta aftan, en vel að merkja fer caput breve sinin á leið sinni undir plicu anterior axillae þannig einhverjir gætu sagt að hann lægi upp í holhendina, þó hann festist fyrir ofan hana. Biceps tengist hinsvegar ekki brjóstvöðvanum eða neinum öðrum vöðvum.