Sælir,
Ætla einhverjir að taka þátt á Óðinsmóti wpc laugardaginn 28.nóvember?
Sæll “X”
KRAFT er skuldbundið til að fara eftir reglum og ákvæðum ÍSÍ og IPF. Reglur Alþjóðasambandsins eru skýrar og hætta er á að menn sem
taka þátt í keppnum hjá félögum sem heyra undir „ólögleg" sambönd, geti sett bæði sjálfa sig og aðra í bann.
Með ólöglegum samböndum, er átt við félög og sambönd sem hafa sagt sig úr lögum við Alþjóða íþrótta- og ólympíuhreyfinguna til þess að komast hjá
lyfjaprófum. Lögsaga og lyfjaeftirlit íþróttahreyfingarinnar nær ekki yfir þessi félög, af því að þeir sem stofnuðu félögin, stýra þeim og keppa
hjá þeim, kjósa frjálsræði í lyfjamálum og vilja ekki láta lyfjaprófa sig.
Þeir sem kjósa að taka þátt í keppnum sem ekki eru undir lyfjalögsögu geta átt á hættu að lenda í keppnisbanni hjá Íþróttahreyfingunni af
augljósum ástæðum. Þeir brjóta með þessu lög Íþróttahreyfingarinnar.
Í mínum huga er málið mjög einfalt fyrir þig. Þú ákveður hvort þú viljir vera í KRAFT og ÍSÍ og fara eftir þeim reglum sem þar gilda, eða ekki.
Ef þú vilt vera í KRAFT keppir þú ekki hjá samböndum sem brjóta gegn lögum íþróttahreyfingarinnar.
Þetta ætti að vera augljóst.
kveðja
Gry Ek, ritari KRAFT