Hérna er áhrifarík, einföld en erfið aðferð.
Reiknaðu út BMR stuðulinn þinn, það er auðvelt að googla það, en hann segir hversu mikið þú brennir í kyrrsetu. Segjum að það séu 2100 kalóríur. Keyptu þér matarvigt í hagkaup ef þú átt ekki eina fyrir (5500kr með batteríum, nákvæm tölvuvigt sem að mælir 0.001kg) Lestu á allar umbúðir og vigtaðu matinn sem þú borðar. Fáðu þér aðgang að www.fitday.com og skráðu inn allt sem þú borðar þar. Borðaðu 1600 kalóríur á dag. Það er þýðir að þú brennir 3500kalóríum á viku, sem er 1 pund af fitu. Þó er ekki öruggt að þú brennir bara fitu, það er erfitt að missa engan massa þegar maður er að reyna að grennast. Við það leggst síðan öll þín hreyfing þannig að þú getur verið að missa meira, en passaðu þig að vera ekki að missa meira en 1 kg á viku, það er bara óhollt og líkaminn þarf að venjast nýrri þyngd. Reyndu að láta hitaeiningarnar þínar koma 40% úr kolvetni, 40% úr próteini og 20% úr fitu (jafnvel 30% kolvetni og 50% prótín). Þessar kalóríur sem ég nefndi voru samt bara dæmi, þú þarft að reikna þetta sjálf út með þinni þyngd og hæð.
Ég hef hinsvegar ekki hugmynd um hvernig líkamsrækt þú ert að stunda. Ég myndi allavega mæla með fyrir strák að lyfta 3 þungt í viku, taka á stóru vöðvunum með stórum lyftum (réttstöðulyftu, hnébeygju, bekkpressu ofl.) En ég bara veit ekki hvort að það sé líka mællt með því fyrir stelpur, ég hef aldrei haft fyrir því að kynna mér það og ég ætla ekki að fara að tala neitt af mér í þessum þræði, bara koma frá mér því sem ég veit fyrir vissu.
Það er samt ósköp lítið mál að lesa sér til um það. Reyndu að koma þér inná erlend “bodybuilding” spjöll. Ég nota mest iron addicts og bodybuilding.com/forum. Þar er 100% eitthvað gott æfingaplan fyrir stelpur.
Drekktu mikið vatn og taktu inn fjölvítamín.
Það er erfitt fyrst en þegar þú ert farinn að læra almennilega á fitday og matarvigtina að þá getur þú sett saman eigið plan og allt byrjar að rúlla miklu betur.
Það erfiðasta er að halda sér á réttri braut. Það hjálpar mér mest að lesa bodybuilding spjöll, horfa á þætti þvítengt og bara vera sem mest inní þessu. Þá er ég bæði að læra eitthvað og halda mér motavated.
Erfið aðferð en getur ekki klikkað ef þú mælir allt rétt. Þú gætir þurft að fínpússa hitaeiningarnar ef að þetta er ekki að virka fyrir þig.
Gangi þér vel, og ef einhver hefur einhverju við að bæta að þá má hann endilega gera það, og ef eitthvað er vitlaust þarna að þá má endilega leiðrétta það.