Ég er búin að vera með náladofa í litlaputtanum á hægri hendi í tvo daga. Stundum kemur verkur upp að olnboga með. Þetta er alveg eins og tilfinningin þegar maður rekur “vitlausa beinið” í, nema bara daufari og stanslaus …
Fyrir 2-3 vikum rak ég “vitlausa beinið” nokkrum sinnum í í röð, svo það er líklega ástæðan. Ég fann samt voða lítið fyrir því, nema þegar ég hafði hendina í ákveðinni stellingu, þangað til í gær. Ég hef líka aldrei áður lent í því að þetta sé svona lengi.
Ætti ég að hafa áhyggjur? Ég ætlaði bara að bíða eftir að þetta færi, en fór svo að pæla hvort ég sé eitthvað að hafa langvarandi áhrif á taugarnar í hendinni með þessu …