Mér hefur tekist að neita mér um bæði nammi og kók og finn að
buxurnar eru orðnar víðar! Mér líður eins og ég hafi losnað við
eiturefni úr líkamanum!
Ég er farin að borða kalkríkar mjólkurvörur, en hef enga lyst á
þeim á morgnana…eins og það sé allt annað bragð af þeim á
morgnana og hef lítið getað borðað morgunmat á ævi minni. Ég viet
að mig langar í kók og langar soldið í nammi, það er kók-vél í
skólanum sem ég passa að líta ekki á þegar ég er inni á kaffistofu.
Þarf líka að fara til tannsa því ég veit af einhverjum brúnum
litlum bletti í endajaxlinum- finn sjaldan til í honum, en áður en
þetta verður orðið margir þúsundkallar, þá verð ég að panta tíma
svo þetta stækki e