Ég held að hnébeygjan sé oft á tíðum hin tilvalda æfing fyrir stelpur sem vilja koma þéttara formi á neðri skrokkinn, þ.e.a.s. fyrir neðan brjóst. Ég veit að þetta hljómar einsog eitt af þessum “milk and squat” frösum þarsem allar æfingar sem eru minni en bekkpressan eru álitnar óæðri.
En það er bara þannig að þið fáið aldrei neinar svaka útlits breytingar með því að taka endalausar af þessum íþrótta-þols æfingum. 500 magaæfingar eða þetta þúsund reps með 1pund í “kreppa lærin” tækinu eru ekki að fara skila neinum sýnilegum árangri.
Einnig vilja ég benda ykkur á að þið stelpur verðið aldrei óvart massaðar. aldrei nokkurntíman. Það eru til strákar sem bösta balls í gyminu en hafa kannski ekki mataræðið á hreinu og ná því litlum sem engum árangri. Þið eruð ekki að fara slá 18 ára testosterón bombum við bara óvart ef að þið eruð ekki 110% með hugan við að éta og lyfta og hvíla.
Vill samt benda á að ég er strákur og veit lítið sem ekkert um líkamsrækt stelpna. Ef að það er hvorki cut né bulk í gangi að þá er ég hálf týndur og skilningslaus á hvert markmiðið sé.
En gangi ykkur vel! ;)