Ég er einnig niðrí Hreyfingu. Ég er þar aðalega vegna staðsetningar en einnig fíla ég hvað þetta er rosalega snyrtileg aðstaða, en það er stór plús í minni bók.
Það má hinsvegar líka telja upp galla þarna. Það er bara 1 rekki fyrir hnébeygjuna og réttstöðulyftuna, og það getur verið tussu pirrandi á háannatímanum. Það er eiginlega ekki hægt að fara þarna á milli 5-7. Einnig er tónlistinn þarna bara einhver 30 laga diskur á repeat, og þessi lög eru hörmung.
Og að lokum má nefna að opnunartímarnir þarna eru heldur stuttir þarna, sérstaklega um helgar.
Ah, það er líka plús að það eru sjónvörp á flest öllum cardio tækjunum þarna. Ég veit ekki hvort það sé þannig í fleirri gymum, en það gerir cardio miklu bærilegra.