Nú hef ég lengi verið í fótbolta og því í góðu hlaupaformi en er nýbyrjaður að bæta við lyftingum og svona og markmiðið er að styrkjast aðeins að ofan, þá sérstaklega í höndum og öxlum.
Mér líður best að byrja alltaf á því að taka bara gott hlaup í byrjun hverrar æfingu, stutt og hratt og fara svo og lyfta fyrir næstum hvern einasta vöðva í einu og þá er ég að tala um hendur,axlir,brjóst,læri,kálfar,magi og svona.
Er þetta eitthvað sem ég ætti að venja mig strax ef ég vill fá betri árangur úr þessu eða er í lagi að gera þetta svona?
Bætt við 2. október 2009 - 21:01
Er að gera þetta til viðbótar við fótboltaæfingar btw.
…