Ég hef á tímabili lyft töluvert grimmt og var búinn að ná góðri stærð, en hætti svo í ár eða jafn vel tvö og er að byrja aftur. Ég er ennþá ágæt stærð, er rúm 100kg og örugglega ekki meira en 15% fita.
Ég hef verið að lesa mér til um ýmsa hluti, og hef nokkrar spurningar:
Skil ég það rétt að High intensity, low volume(t.d. 5x5 eða svipað) er gott til þess að auka styrkleika, og 4x10-15 er betra fyrir að auka vöðvastærð? Þýðir það semsagt að það er ekkert samhengi á milli styrkleika og stærð?
Í sambandi við að hafa mismunandi tímabil fyrir að massa sig og að kötta sig, hvernig er best að gera það? Hvað eruði að taka löng tímabil í millitíðinni? Ef maður er ekkert ofurköttaður, en alveg sáttur, er ekkert hægt að éta bara eins og brjálæðingur(Samt án þess að fitna) og lyfta aðallega þungt?
Eða er það kannski sniðugt að taka low intensity tímabil þar sem maður köttast og stækkar, þaes. ef það var rétt hjá mér að fleiri reps eykur stærð.
Þakka fyrirfram =)