Það er staðreynd að skólinn minn er með sérstakt heilsuátak og það er alltaf verið að reyna að troða uppá okkur að borða meira enn fimm ávexti á dag og allt það og mér finnst það bara allt í lagi…eða mér fannst það þangað til ég fór áðan útí búð að reyna að vera heilsusamleg og kaupa mér ávexti í staðinn fyrir eitthvað sykursull á laugardagskvöldi. Ég fann mér vatnsmelónu og ætlaði að kaupa nema hún kostaði 2000 kr!!!
Ég hætti snarlega við að kaupa hana þó að mér langaði mikið í hana. Ég ætlaði að kaupa vínber í staðinn en þau voru líka fáránlega dýr svo ég keypti bara nammi í staðinn. Það var líka sagt í skólanum að nammi væri svo dýrt en ávexir ódýrir. Það er ekki satt