Held að það sé best að leita læknis sama hversu vægt höfuðhöggið var.
Þetta stendur í skyndihjálparbókinni minni:
Öll höfuðhögg eru heilahristingur þangað til annað sannast.
Ef þú kastar upp einu sinni er það örugglega vægt höfuðhögg en ef þú kastar upp oftar en einu sinni þá á að taka höfuðhöggið alvarlega.
Ef þú misstir ekki meðvitund, manst það sem gerðist og ert vakandi og áreiðanlegur er þetta ekki heilahristingur en ert mögulega með sár og mar á höfði.
Ef það var tímabundin breyting á meðvitund eða greinileg skerðing á hugarstarfi eða minnisleysi (á það sem gerðist fyrir og/eða eftir atburðinn) er þetta heilahristingur og mögulega sár, mar og höfuðkúpubrot.
Ég finn til, þess vegna er ég