Góðan daginn/kveldið.

Ég hef alltaf þjáðst af miklu frjókornaofnæmi frá því ég var lítill og það hefur versnað mjög unanfarinn tvö sumur. Þá byrjaði ég að fá áreynslu astma sem kom bara á sumrin á ofnæmistímum. Ég gat varla hlaupið kílómeter frá húsinu mínu án þess að drepast við að ná andanum. Ég fékk astma tæki svo seinasta sumar því ég átti erfitt með að ná andanum þegar ég reyndi á mig og líka þegar ég vaknaði á morgnana yfir versta tímann í júlí.

Seinustu sumur fyrir utan þetta hef ég líka verið á ofnæmisöflum sem ég byrjaði að taka í maí og tók mig alltaf 2-3 vikur að venjast þeim því ég varð alltof sifjaður á að taka þær. Þannig ég ákveð núna að sleppa þeim alveg. Í sumar keypti ég mér líka bara ofnæmisdropa í augun um miðjan júlí því ég vissi að hámark frjókorna í lofti er oftast 25 júlí. Þó það sé eitthvað seinna fyrir norðan í ár.

Ég var að vinna seinasta haust(08) í verkefni með fólki og þá frétti ég af frænda einnar stelpu sem hefði fjarlægt allar mjólkurvörur úr mataræðinu sínu og það hafi lagað ofnæmið. Sérstaklega átti það að laga ofnæmið í augunum.

Þannig að í febrúar(09) tók ég þá ákvörðun um að hætta að borða mjólkurvörur í sumar ásamt því að hægt og bítandi hætta að borða kjöt og fara út í grænmetisfæði og fá hvort að mér myndi ekki lýða betur við það í sumar. Ég sagði bara eins og Yoda, “you either do or you dont do, there is no try!”

Ég gerði þetta í “hollum” þannig að ég hætti smám saman að borða beikon, pepperoni, salami, kæfu, mysing, ost og allt kjöt. köttaði alltaf eitthvað nýtt út á hverju 2gja vikna tímabili. Svo fóru foreldarnir út í 2 mánuði í mars og þá hætti ég að borða fisk nema á 2 vikna fresti og var bara í grænmetisfæði.

Það gekk mjög vel fram eftir og ég gat ráðið öllu hvað ég keypti og lét ofaní mig í tvo mánuði. Þetta var alveg frábært og ég fór m.a. að drekka soyja mjólk. Ég tók járn í flöskum til að bæta upp fyrir kjötið og tékkaði alltaf hvort ég væri að fá marbletti af næringarskorti en það gerðist ekki.

Ég bjó nú í mánuð á Ítalíu fyrir stuttu síðan þannig að pasta réttir voru mér ágætlega kunnir. Enn ég fór að gera marga baunarétti út grænmetisréttum Hagkaupa. Auk þess sem internetið er með margar léttar grænmetisuppskriftir.

Síðan eftir að foreldrarnir komu aftur heim blandaðist ég aðeins aftur við þeirra fæði og fór að borða fisk aftur. Mataræðið mitt núna er aðallega grænmeti, ávextir, fiskur og egg. Kötta út allar mjólkurvörur(mjólk, ostur, mysingur, sýrður rjómi, kotasæla, og allt hitt) og allt svína, nauta og lambakjöt ásamt kjúkling. Allt fyrir utan fisk. Borða líka bara dökkt súkkulaði en ekki mjólkur eða rjómasúkkulaði.

Það sem ég vildi helst deila með ykkur og það sem ég ætlaði fyrst upp með sem var að losna við astmann og ofnæmið og er ég alveg búinn að losna við hann og astminn var ekki einusinni á versta ofnæmistímabilinu í miðjan og lok Júlí. Ofnæmiskvefið kom nú samt enn það tímabil minnkaði feitast hjá mér og stóð aðeins frá 16. júlí til 4. ágúst. Ég fékk engan astma við að hlaupa úti á því tímabili þótt ég væri töluvert móður enn það hefur skánað alveg Feitast síðan í fyrra. Fór þess í stað í ræktina og hljóp inni.


Ef þú þjáist af sama vandamáli og langar að losna við það þá skal ég glaður reyna að hjálpa þér og leiðbeina þér.

Þá hef ég hugsað mér að halda þessu mataræði sem ég er á núna áfram fram á haust því mér lýður alveg frábærlega á því og svo bara vonandi verður ofnæmið bara farið næsta sumar. :) Sjitt hvað ég er glaður að vera að losna við þetta!!! VÚHÚ!!