Ok, nú eru rúmlega 100 manns búnir að kjósa í þessari könnun og meira en helmingur heldur því fram að þeir/þær líti út fyrir að lyfta. Þá ætla ég að spyrja, við hvaða tölur í helstu lyftum fóruð þið að líta út fyrir að lyfta(og þá á ég við í fötum, ekki ber að ofan pumpaður eftir æfingu að spenna allt sem hægt er að spenna, heldur í venjulegum fötum á venjulegum degi).
Sjálfur verð ég að segja að mér fannst ég líta út fyrir að lyfta þegar vinnusettin mín(s.s. fyrir 8+reps) voru kominn hingað:
Bekkpressa:100kg
Hnébeygja:140kg
Réttstaða:180kg

Hvað með ykkur?
www.brotherhoodofiron.com