Sæl Hugarar!
Ég er tiltölulega nýbyrjaður að æfa aftur eftir langt hlé. Síðast þegar ég var í almennilegu formi var ég í Noregi, með líkamsræktarsal bara við hliðina á staðnum þar sem ég bjó.
En, núna er ég fluttur í borgina og veit eiginlega ekki hvert ég á að fara =p.
Ég á heima í grennd við Bókhlöðuna, og hef verið að nýta mér aðstöðuna í HÍ. Hún er mjög fín, en ég er að velta fyrir mér hvort það séu einhverjir aðrir staðir hér í grennd sem hafa kannski fleirri sem eru í harðri líkamsrækt, en mér finnst fátt jafn drífandi og að æfa í kringum fólk sem veit vel hvað það er að gera og er í góðu formi (æfði mikið í kringum vaxtarræktarfólk þegar ég var erlendis sem og áður en ég flutti út…en þá var ég í Vestm.)
Þannig að já…eru einhverjir staðir hér í grennd? Ég fer allt á tveim jafnfljótum (s.s. gangandi) og er ekkert svakalega hrifinn af almennissamgöngum, því væri “Í göngufæri” gott skilyrði. En hey, ef þú átt heima í vestubænum, hvar æfir þú? ^^
Og áður en það kemur upp, þá hafði google ekkert um þetta að segja =D