Þú þarft að gangast undir gríðarlegar rannsóknir. Þetta er ekkert það einfalt að geta bara gengið inn og segja hey ég ætla að gefa nýra.
það þarf að framkvæma þvílíkar rannsóknir á þér, taka vefjasýni, blóðsýni etc. Síðan ferðu á skrá yfir gjafa og þar hangir nafnið þitt ásamt öllum niðurstöðum.
Þeir eru ekki að fara að hringja í þig og segja hey okkur vantar 1.stk nýra. Komdu núna inn eftir og stuttu seinna vantar í þig nýra. Það sem gerist hjá þér er að þú verður gerð að líffæragjafa þannig að þegar þú deyrð að þá verða líffærin tekin úr þér og e-h annar látin fá þau.
Já það skiptir engu máli hve stór fjölsk. þín sé það getur alveg komið fyrir þótt það séu mjög litlar líkur að allir fjölsk. meðlimir passi ekki þ.e.a.s. að vefjagerðin passi ekki saman. Síðan tékka þeir þig og þú passar en nei þá ertu bara búin að gefa nýrað til einhvers ókunnugs.
Það eru svona mál sem þú þarft að velta fyrir þér. Hvað ef….?