Ef þú hefur grun um að þú sért með brákað rifbein þá geturðu farið til læknis og beðið hann um að taka röntgenmynd af þér.
Ef þú ert hinsvegar með brákað rifbein að þá er lítið sem ekkert sem hægt er að gera. Þú verður einfaldlega að bíða og leyfa þessu að gróa. Passaðu þig bara á því að beita ekki langavarandi þrýstingi á svæðið sem er brákað því þá gætu rifbeinin gróið vitlaust saman ;)
Annars ef þú hefur grun um eitthvað í framtíðinni þá skaltu ekki hika við að leita til læknis vegna þess að því miður að þá er ekki hægt að greina allt í gegnum tölvu.