Flest allir læknar og menntaðir menn eru þó sammála um það að það sé alls ekki það hættulegt að nota stera, það er bara óhófleg notkun sem er skaðleg.
Errrr.. Án þess að hafa lesið mér mikið til um stera þá held ég að þetta sé kjaaaaftæði.
Ef að flestir sérfræðingar væru að segja að sterar væru hættulausir þá myndu sterar vera leyfðir. Svo þetta með magnið að þá myndu anabólískir sterar vera leyfðir með lyfseðlum.
Nú er mikið af fólki í minni ætt í heilsugeiranum og án þess að þau tali eitthvað sérstaklega mikið saman þá eru þau sammála um að sterar séu eitthvað sem að maður á að forðast. Til að mynda skrifa ekki lyfseðla upp á stera nema það sé virkilega nauðsynlegt.
Ég get eiginlega ekki rökstutt þetta enda er ég enginn sérfræðingur en ég er nokkuð viss um að þessi fullyrðing þín sé bull, svo ég vildi bara leggja orð í belg.
Annars þá gæti mér þannig lagað séð ekki verið meira sama hvort að þú takir inn stera því ég þekki þig ekkert og þú telur þig vita allt um málið og að öllum líkindum mun þér ekki snúast hugur.
Samt eitt að hafa bakvið eyrað, og það er hvernig andlitið verður á fólki sem notar stera, brrr. Svona tungl-laga andlit og kjálkarnir verða hjúds. Ef til vill þá finnst einhverjum þetta sjúklega töff en ég held að meirihlutanum finnsit þetta bara skrítið og ónáttúrulegt. Vildi bara bæta þessu við, því að ef að þú hættir líka að vera sjúklega massaður mun andlitið halda áfram að vera svona og já, ennþá kjánalegra, haha. Þarft að spá í meira en bara hvort að þetta sé lífshættulegt - heldur líka hvort þetta sé þess virði. :)