Kom svipað fyrir mig og kom fyrir Flowmeister.
Bólgnaði fyrst og ég nennti ekki að pæla í því hélt ég væri bara með magapest, ég sé svo eftir því að hafa ekki farið strax til læknis. Svo eftir 2 daga af sársauka þá var ég kominn að mínum mörkum.
Ég þoldi ekki meira og það sem setti síðasta dropann í mælinn er að ég gat ekki pissað, það er virkilega óþægileg tilfinning að geta ekki pissað.
Þannig ég sturlaðist á foreldra mína sem sögðu mér að bíða til morguns því þau nenntu ekki með mig uppá slysó, 5 mínútum af öskri síðar og ég var á leiðinni uppá læknavaktina og var að drepast úr þorsta, þegar ég var kominn til læknissins þá bað ég hann um vatn enn hann bannaði mér að drekka því að það átti að skoða magann á mér og það mátti ekkert vera í honum, virkilega óþægileg tilfinning að meiga heldur ekki drekka þegar maður er ótrúlega þyrstur.
Svo fór ég á slysó og þurfti ekki einu sinni að fara í skoðun heldur var ég strax lagður inn og bókaður í aðgerð næsta morgun því að ég var orðinn mjög fölur og leit helst út eins og ég væri að deyja, það komu hjúkrunafræðingar til að kíkja á mig á 5 mínútna fresti þar sem var í svo slæmu ástandi.
Ég var með einhver lyf í æð alla nóttina og gat varla sofið neitt þar sem ég hreinlega emjaði úr sársauka í sjúkrarúminu kyngjandi verkjatöflum eins og skittles. Morguninn eftir vaknaði ég og var sendur beint í skurðaðgerð.
Aðgerðin er minnsti sársaukinn af þessu helviti. Þú ert svæfður og þú finnur ekki fyrir neinu. Svo þegar ég vaknaði var ég kominn með 3 2cm ör á magann og við nárann. (þetta var árið 2007)
Það er skorið í gegnum magavöðvana sagði læknirinn mér og varaði mig við því að það að labba og hlægja væri vont. Honum skjátlaðist hinsvegar, það var ekki vont það var viðurstyggilegt. Að hlægja var eins og að vera stunginn með hníf í kviðinn og að labba var eins og að rífa magann á þér í sundur við hvert skref.
Þannig var það fyrstu dagana, hægt og rólega jafnaði maður sig en það hjálpaði hinsvegar mjög mikið að labba, það var ógeðslega vont en það er bara eitthvað sem þarf að gera.
Ég var svo heppinn að ekki bara það að botnlanginn minn bólgnaði heldur sprakk hann líka og ég fékk sýkingu, geðveikt að vera ég ekki satt?
Ég lá uppá spítala í 8daga og gat ekki borðað né drukkið neitt í 6 daga, ég var með næringu í æð á meðan. Ég léttist um allavegna 6-7 kíló á þessarri spítalavist og var ekki sáttur með það.
Það tók mig um það bil tvo til þrjá mánuði að jafna mig alveg og núna tvemur árum síðar er ég með 3 svöl ör á mér.
Skemmtilegt að segja var ég fermdur fjórum dögum eftir að ég kom heim frá spítalanum, það mætti halda að fólkið mætti í jarðaför ég var svo fölur í framan og ég gat ekki gengið með hinum krökkunum í fermingunni sjálfri. Ég hélt enga fermingarveislu þar sem ég varð svo þreyttur bara eftir kirkju athöfnina að ég fór heim og svaf næstu 15 tímana.
Í gamla daga dó fólk þegar botnlanginn í því sprakk þannig þökkum guði fyrir læknum.
Einhver minntist á það að það er farið innum munnin á fólki og tekið hann þannig, ég skil ekki alveg hvernig það á að vera hægt enn félagi minn lenti í að fá botnlangabólgu í sumar og hann fékk líka 3 svöl ör á kviðinn og nárann.
Eftir þetta atvik hef ég fengið töluvert fleiri ælupestir og magaverki og slíkt. Ég er ekki viss hvort það tengist aðgerðinni en það jókst mjög mikið eftir hana.
Þetta var lengra en ég ætlaði mér að hafa það en það sem ég er að reyna segja er að þú skalt vona að þetta sé ekki botnlanginn í þér.
Lífið fyrir líkamann!