Sterar eru hormón sem byggjast upp af fitusýrum. Ég held að þú getir ekki tekið neitt fæðubótaefni sem kemst ótrúlega nálægt sterum enda væri það mjög vinsælt og þú myndir vita af því nú þegar,
Það sem þú gætir gert, þó það sé hægfarari leið, er að virkja og bæta þetta hormónakerfi þitt sem fær vöðvana til að stækka. Hormónajafnvægi er háð góðum svefn og reglulegum máltíðum (ekki meira en ca. 3 klst á milli máltíða). Það er gott að borða mat sem inniheldur mikið af fitusýrum sem framleiða hormón (kólesteról), t.d. egg, beikon, hnetur í bland við nóg af öðrum mat svosem kjúklingur, skyr, mjólk og þetta hefðbundna holla.
Enginn þarf að segja þér að klassísku æfingarnar virka best, bekkur, Squat, deddið (ef þú ert með tæknina á hreinu, passa bakið). Þær virkja hormónakerfið til að mæta álaginu og dæla testó í blóðrásina mun meir heldur en t.d. bicep curl.
Áfengi fokkar hormónakerfinu algjörlega upp svo það er best að drekka það alveg í hófi eða sleppa því sem mest maður getur.