Nú hef ég verið að hugsa mér að koma mér inní smá líkamsrækt. Losna við fitu og byggja upp smá vöðva.


Ég hef hugsað um að koma mér upp smá aðstöðu heimafyrir (bekkur , stangir , handlóð etc..)

Málið er að ég vill ekki verða neitt súper massaður , heldur eitthvað í líkingu við þetta

http://www.hugi.is/heilsa/images.php?page=view&contentId=6003559

Aðeins meira/minna til eða frá.

Mínum spurningum hefur eflaust verið svarað áður og vil ég þá biðja ykkur um að benda mér á þau svör :)

Hvaða búnað þarf ég til að æfa alla vöðvahópa?

Þegar að ég hef náð þeim árangri sem ég vill , hvernig viðheld ég þeim árangri án þess að stækka eða minnka?

Hvernig reikna ég út hvað ég á að éta mikið af próteini, kolvetnum etc…

Hversu þungu lyfti ég og hversu oft?

Eins og að ég segi þá hefur þessum spurningum verið svarað áður og bið ég ykkur endilega um að benda mér á þau svör eða svara að nýju hér.

Með von um góð svör :)

Toni