Þú átt náttúrlega að éta prótín í flest mál, en svo virðist sem líkaminn nýti prótín úr fæðu best eftir æfingar. Oftast mælt með því að menn fái sér kolvetnis- og prótínríka fæðu eftir æfingar, svo sem eins og skyr.
Besta leiðinn til þess að bæta á sig vöðvamassa er að borða mikið af prótínum, 2 grömm fyrir hvert kílógramm af líkamsþyngd. Meira magn hefur líklegast jákvæð áhrif. Æfa stíft, þ.e. vera reglusamur og vera duglegur að ýta sér áfram. Ekki gera fleiri en þrjár endurtekningar (sets) fyrir sama vöðvahóp og ekki lyfta oftar en sex sinnum í einu. Ef þú getur auðveldlega lyft sex sinnum og endurtekið það þrisvar þá þarftu að þyngja lóðinn sem þú ert að lyfta næst. Sofðu nóg, borðaðu eins og þú getur í þig látið en reyndu að forðast óhollustu eins og þú getur. Þú getur notað fæðubótarefni til þess að hjálpa þér, mysuprótínduft (whey protein), prótín- og kolvetnisblöndur (e. gainer), BCAA (sem er í mysuprótínduftinu reyndar, en þú getur prufað að taka inn auka, sakar ekki) og kreatín. Þú getur fengið þetta allt úr fæðunni, til dæmis með því að vera duglegur að éta fisk (grillaður fiskur er líka besti matur í heimi hvort eð er, inniheldur holla fitu, prótín og kreatín).
Það er gáfulegt að skipta líkamanum upp, allavega tvískipta honum, getur líka skipt honum upp eftir fjölda daga (gerir ráð fyrir að þú farir oftar en tvisvar).