Mæli með því að þú hættir að lesa tímarit sem heita Mens Fitness/Health/Magazine o.s.frv. Fyrir það fyrsta er ekkert sannað með vísindalegri aðferð, tilgátur eru afsannaðar. Þessi gaur skilur klárlega ekki grundvallaratriði vísindalegrar aðferðar og þess vegna nenni ég ekki að ræða sérstaklega hverja fullyrðingu í þessari grein. Í öðru lagi inniheldur mjólk ekki bara mettaðar fitur heldur líka transfitur, sem þessi grein fjallar ekki sérstaklega um. Í þriðja lagi kemur fram í þessari grein, og það er ekki dregið í efa, að rannsóknir hafa sýnt að ómettaðar fitur eru hollari kostur en mettaðar þó þær séu hugsanlega ekki óhollar í sjálfum sér, þ.e. auka líkur á ákveðnum sjúkdómum. En þó er merkileg staðreynd ekki tekinn fram í þessari grein, að við þurfum ekki að borða mettaða fitu né transfitu, þær sem við þurfum getur líkaminn auðveldlega búið til. Hins vegar borða fæstir nóg af hollari fitu, þ.e. einómettaðri og fjölómettaðri fitu. Svo ég dissa bara mettaðar fitusýrur eins og ég vil.