Keppti einusinni í fyrra. Ætlaði þá að setja íslandsmet. Valdi fyrstu lyftu 100, lyfti því easy en þá vildu menn meina að ég rétti úr hægri hendini aðeins á undan vinstri. Tók því 100 í annari lyftu lika, hún var lögleg fyrir utan að ég beið ekki eftir því að konan sagði byrja og var því ekki gild heldur :S. Svo var eitthvað vesen með þriðju lyftu lika.
Var ekki búinn að kynna mér reglurnar nógu vel greinilega, veit líka að flestir klikka á sínu fyrsta móti. En hef ekki haft löngun fyrir því að keppa í bekk eftir það :/.
Hætti svo að taka bekk núna í febrúar þar sem ég fékk klemmda taug í öxl (líklega vegna of mikils álags á efri líkama) og svo var ég kominn með fullt af “posture deficiencies” þar á meðal winged scapula vegna ójafnvægis milli baks og kassa. Er því bara að einbeita mér að rétta líkamann svo ég geti byrjað að taka almennilega á aftur. :D