Þú átt einfaldlega að brenna meira en þú borðar. Ef þú ert mjög dugleg að hreyfa þig þarftu kannski ekkert að draga úr orkuinnihaldi fæðunnar. Í stað þess að segja þér að skera niður um einhvern kalóríufjölda mæli ég með því að þú sleppir einfaldlega að borða matvæli með viðbættum sykri, til dæmis sykrað gos, svalar, margar gerðir af jógúrtdrykkjum og öðrum mjólkurvörum, sykrað morgunkorn eins og Cocoa Puffs o.s.frv. Forðastu bara matvæli sem innihalda mikið af orku miðað við næringarinnihald. Það er enginn næring í gosi önnur en sykurinn (engin vítamín, steinefni o.s.frv.), þess vegna sleppir þú því. Skoðaðu svo bara orkuinnihaldið á vörum, í einum poka af Doritos er til dæmis 1020 kcal, sem er helmingur þeirrar orku sem að meðal kona þarf að borða á dag. (Reyndar ekki miðað við að þessi meðalkona hreyfi sig mikið).