Málið er að þú veist aldrei hversu mikið þú brennir, aðferðin sem venjulega er notuð til að finna það út er bara viðmið. Auk þess eru aðferðirnar sem notaðar eru til þess að mæla orkuinnihald matvæla misnákvæmar o.s.frv.
Það er álíka áhrifaríkt og jafn nákvæmt að mæla í skömmtum, til dæmis borða ég tvær skálar af Cheerios á morgnanna, einn banana o.s.frv. Ef ég ætla að léttast þá borða ég kannski bara eina skál af Cheerios og í staðinn fyrir einn líter af gosi á dag þá drekk ég hálfan o.s.frv. Ef þú fitnar ertu að innbyrða meiri orku en þú brennir, ef þú léttist ertu að innbyrða minna af orku en þú brennir. Þetta er einfaldara og mikið vænlegra til árangurs.
Svo er það annað, að hreyfinginn er lykilatriðið í þessu, þú getur haldið áfram að borða það sama ef þú ert nægilega duglegur að hreyfa þig eða þá breytt matarræðinu lítillega eins og til dæmis að sleppa orkumikilli fæðu eins og sykruðu gosi.