Ég var að spá hvort einhver kannaðist við það hvað veldur því að húðin í kringum augun verður dökk, næstum eins og maður sé með augnskugga? Hef bæði heyrt að þetta tengist svefni og hafi jafnvel eitthvað með lifrina að gera.
Ef þú ert að tala um bauga þá verðar þeir meira áberandi þegar fólk er þreytt. Flest húsráð og meðferðir sem þú kaupir út í búð við þessu vandamáli snúast aðalega um það að bæta raka í húðina, sem er skammgóður vermir.
Þetta hefur ekkert með lifrina að gera, ef augun í þér fara að verða gul þá ertu með vandamál sem tengist lifrinni. En dökk í kringum augun tengist ekki lifrinni eða svo hef ég ekki lært né heyrt af.
Geturðu ekki bara skellt mynd af þessu hingað inn? Eina sem mér dettur í hug er að þetta sé bara einfaldlega bauga eins og Damphyr benti á hér fyrir ofan. Ekki nema þú hafir verið kýld í andlitið og þetta sé einn stór marblettur sem mér finnst harla ólíklegt.
En málið er bara það ef þú ert í einhverjum vafa um eitthvað þá skaltu bara hiklaust kíkja til læknis. Kostar um e-h 300.kr fyrir yngri en 18.ára og rétt um 1000.kr fyrir +18.ára
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..