Varð allt í einu forvitinn, hvað er það fólk hérna sem fótapressar að pressa þungt?
Þeir sem nota fótapressu sem ekki er plate loaded(þú færir bara til pinna til að stilla þyngdina) eru vinsamlegast beðnir um að taka það sérstaklega fram.
Þar sem ég er að vinna er held ég 320kg mest, færir pinna til að þyngja, ég toppa það tæki léttilega. Svo þar sem ég er að lyfta með skóla þar sem tæki sem er max 205kg held ég, líka svona pinna, en samt erfiðara heldur en þar sem ég er að vinna, toppa það líka
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.
Segi sama og einhver hér að ofan, það er erfitt að bera saman mismunandi fótapressutæki. Sumir sitja í sleðanum og lyfta líka eigin þyngd með, hvort sem það er með plötum eða ekki.
45° halli minkar þyng sem kemur niður á þig, ef þú reiknar vektorinn þá sé aður að bara helmingur kemur niður á manninn hinn helmingurinn fer á jörðina.
Uhm, sin(45°) er ferningrótinn af tveimur deilt með tveimur. Ef þetta væri 30° væri þetta nákvæmlega helmingi auðveldara en að lyfta því beint upp (í vertical leg press til dæmis).
Haha, já, kannski það. Ég lagði einingarhringinn þannig á minnið í gamladaga að þú deildir alltaf með tveimur og yfir striki væri svo alltaf rótinn af einum, tveimur eða þremur (og rótinn af einum er að að sjálfsögðu einn). Það er auðveldara að muna þetta svona ef þú setur þetta upp í töflu og þetta er svona symetrískt og færri þættir sem þú þarft að muna, svo notar maður bara myndminnið til að sjá fyrir sér töfluna.
Það fer auðvitað líka eftir því hversu langt niður fólk fer. Ég hef séð svo marga fara bara aðeins niður með mjög þungt en persónulega fer ég vanalega alveg alla leið niður þannig að ég snerti nánast axlirnar með hnjánum, tek því léttara.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..