já félagi minn var að segja mér frá þessum vöðvu ég finn ekkert um þá á netinu veistu eitthvað um þetta? Jafnvel enska heitið ef þú ert með það?
Þessir sérstöku littlu jafnvægisvöðvar sem svo oft er talað um eru hreinlega ekki til. Æfingar með frjáls lóð hinsvegar þjálfa upp stöðugleika í öllum vinnandi vöðvum + fjölbreyttari hreyfivinkil og þarafleiðandi meiri alhliða styrk.
Tækin hafa heldur ekkert sérlega gott carryover yfir í æfingar með frjáls lóð, fólk vant tækjum skelfur oft eins og hrísla þegar það prufar stöng/handlóð og á það til að tapa öllum krafti ef það missir hreyfivinkilinn aðeins út fyrir það sem það vandist í tækinu.
Farðu í frjáls lóð, allir geta það, þú líka.
Bætt við 5. júní 2009 - 23:53 Eina sem kallast gætu “jafnvægisvöðvar” eru þeir vöðvar sem grípa inn í ef lóðin fara á eitthvað reik.
Yfirleitt vöðvar í öxlum og baki. Engir littlir jafnvægisvöðvar samt