Sko það er svo gífurlega margt sem getur valdið titringi eða krampa. Titringur er ekkert annað en krampi.
Mér finnst líklegast að þetta sé ekkert alvarlegt, alvarlegt væri t.d. hrörnun á taugafrumum, skortur á glúkósa(sykri) o.fl.
Ég er búinn að vera velta þessu fyrir mér hvað þetta gæti verið en það kemur ekkert upp í hugann á mér. Síðan er þetta dálítið erfitt að vita hvað er að þegar maður veit ekkert hvernig krampinn lýsir sér eins og ég benti á fyrir ofan. Hvort að þetta sé eins og fjörfiskur þ.e.a.s. smá krampar eða hvort að þetta séu heilir líkamspartar o.fl.
Ef ég skildi þetta rétt að þá ertu að tala um þegar þú hífir þig upp að þá byrji vöðvarnir að hristast. Þetta kemur svosem ekkert á óvart sérstaklega ef þú ert að byrja aftur eftir e-h pásu. Þá eru vöðvarnir einfaldlega ekkert tilbúnir til þess að takast á við svona erfiði, nú veit ég ekkert hvað þú ert þungur en handleggirnir þínir eru að lyfta þarna líkamanum þinum upp.
Ef ég er eitthvað að miskilja þetta að þá endilega leiðréttu mig..