Þannig er mál með vexti..

Ég er 17 ára stelpa, hef alltaf verið mikið í íþróttum (fyrir utan smá pásu fyrir ári) og því alltaf verið nokkuð fit.
Ég hef aldrei verið ógeðslega grönn en ég hef samt aldrei verið feit. (Reyndar segja ársgömul föt núna aðra sögu að mínu mati, heh, þau eru samt minni en mörg önnur föt)
Ég er að nota buxur í stærð 27-28 í amerískum stærðum og nota yfirleitt frekar minni stærðir í fötum en stærri. Ég held ég sé ekki með mikla fitu utan á mér, er með pínulítil brjóst en er svo sem alveg með ástarhandföng og óþarflega stór læri að mínu mati.

Málið er hins vegar, ég er svo ótrúlega þung. Mig langar ekki til að vera svona þung, ég er ekki eins mössuð og þyngdartalan mín segir til um. Ég næ ekki í 170 centímetrana en ég er í kringum 64 kíló!

Mig langar í fitumælingu, en nenni aldrei að standa í því. Mig langar til að léttast því að ég skammast mín fyrir þyngdina mína, verulega. Ég vil aldrei að neinn lyfti mér eða eitthvað svoleiðis.
Pældi ekkert svo rosalega í þessu fyrr en ég komst að því að frænka mín, sem er svipuð á hæð og hefur alltaf verið þyngri en ég enda á æfingum 8 sinnum á viku og er þvílíkt mössuð er orðin jafnþung mér!

Hvað er svona besta leiðin til að losna við einhver kíló án þess að missa of mikla vöðva? (ég vil auðvitað halda þeim) Er ekki málið bara að losna við þessi handföng? - Það er bara svo helvíti erfitt, þarf að finna mér leið til að neita mér um sælgæti og kökur, ég er bara forfallinn súkkulaðifíkill.
Liggur þá svarið augum uppi? Meiri hreyfing og minna nammi? Svaraði ég mér sjálf?

Eru samt einhverjir fleiri þarna úti sem finnast þeir vera þyngri en sanngjarnt væri miðað við effort sem þeir leggðu á sig.. hægt að snúa þessu við fyrir þá sem eru að þyngja sig.
..,-