Repitions er enska yfir endurtekningar, þá er átt við hversu oft þú endurtekur lyfturnar, þannig að þetta væri best að þýða lyftur. Set samsvarar íslenska orðinu sett (eins og gaflasett), þ.e. sett af ákveðinni æfingu og væri í raun best að þýða sem endurtekningu á íslensku.
Þannig að ef þú tekur 8 rep og 3 set þá lyftir þú átta sinnum og endurtekur æfinguna þrisvar. Á milli endurtekninga tekur þú stutt hlé. Fjöldi lyfta og endurtekninga er háður því hversu vanur þú ert og hver markmiðin eru. Almennt séð lyftir þú ekki oftar en tólf sinnum í hverri æfingu og endurtekur hana ekki oftar en fimm sinnum, þú þyngir frekar en að vera lyfta oftar. Mörgum gagnast að breyta fjölda lyfta og endurtekninga með nokkurra mánaða millibili, sömuleiðis hvernig þeir lyfta (hratt upp, halda á móti niður eða jafnhratt upp og niður o.s.frv.).
Ég að lyfta núna 2x6-8, ég reyni að ná sex lyftum og ef mér tekst að ná átta lyftum þá þyngi ég næst um 5-10%. Til dæmis ef ég lyfti 300 kg í fótapressu 2x8 sinnum þá hækka ég um 20 kg næst (því 15 kg er óheppileg tala og 30 kg er heldur mikið þegar þyngdin er orðinn þetta mikil, þetta er bara þumalputtaregla).