Við vorum ekki grænmetisætur, við vorum hræætur eða alætur. Ef þú myndir éta steinaldarhvítkál myndir þú líklegast steindrepast eða fá alvarlega magaeitrun (en það er góð ástæða fyrir því að það gerist ekki í dag). Við átum hins vegar, eins og flestir skyldir apar, mestmegnis af plöntum, sérstaklega ávexti þeirra og rætur. Enda eru flestir ávextir ætlaðir til átu (til þess að dreifa fræjum plöntunnar), á meðan hlutir eins og hvítkál eru mikilvægur hluti plöntunnar og hann var því oftast eitraður.
Aðalvísbending um hvað við höfum étið eru tennur okkar og lengdin á meltingarfærum. Tennurnar eru með breiða jaxla til þess að mylja (líkt og hestar) og hvassar framtennur til þess að rífa (líkt og úlfar). Lengd garnana miðað við líkamsstærð er mitt á milli meðallengdar garna á grasbítum og rándýra.
Það var Schaller sem fyrst gerði þá athugun á Serengeti sléttunum að þar lágu hræ oft ósnert og óspillt í allt að fjóra daga (þá sérstaklega stór dýr eins og buffalar). Fyrir menn, sem voru farnir að standa í báðar fætur fyrir allavega þrem milljón árum, líklegast fyrr, hefði verið auðvelt að hræða önnur hrædýr frá. Einn buffalaskrokkur er náttúrlega mjög orkuríkur og það krefst tiltölulega lítillar orku til þess að komast yfir hann. Félagar Schaller bentu svo síðar á, að þeir þekktu til veiðimanna og safnara þjóðflokks í Tansaníu (e. hunter-gatherer) sem í sameiningu hræddu stór rándýr eins og ljón frá bráð sinni. Þetta gerðu þeir með öskrum, grjótkasti o.s.frv. Þetta er ástæðan fyrir því að kjötát er talið hafa hafist með því að við átum hræ, en til þess að verða góð í þessu þurftum við að byrja á því að standa upprétt og þannig losa hendur okkar og minnka brjóstkassann svo raddböndin getu fengið notið sín.
Við höfum svo líklegast ekki orðnir góðir veiðimenn fyrr en fyrir svona 2 milljónum ára, þegar við vorum farnir að skera og safna húðum, búa til flókinn steintól o.s.frv. Stærð heilabúsins er staðfesting á þessu. Heilabú Lucy, sem gekk alveg örugglega á tveimur fótum var 400-500 cc. En forfeður okkar fyrir tveimur milljónum ára, H. habilis, var með heilabú að stærðargráðunni 500-800 cc. En þegar steintólinn fóru að verða þróaðri, og við fórum að búa til spjót og axir o.s.frv., þá var heilabúið orðið að stærðargráðunni 1100-1400 cc. Kjötát var náttúrlega skilyrði þess að heilinn gæti stækkað svo mikið, eða það er allavega almennt álit fræðimanna. Þetta var fyrir um 400.000 árum, þá fyrst erum við farinn að éta eitthvað kjöt að viti.
Mæli með fyrsta kafla bókarinnar Ideas eftir Peter Watson, ef þér langar að kynna þér þetta og rannsaka frumheimildirnar.
En allavega, við höfum verið veiðimenn og safnarar síðustu hundruð þúsundir ára, þar sem uppistaðan í matarræðinu eru fræ, ávextir og rætur plantna. Fyrir því eru einföld rök, þó svo veiðar séu orkulega hagstæðar, þá eru þær einfaldlega ekki alltaf mögulegar. Hins vegar var í umhverfi okkar allan tímann plöntufæði sem hægt var að ganga í. Það breyttist svo náttúrlega eftir tilfellum þegar menn fóru frá Afríku.
En það sem pirrar mig mest við þessa grein, sem vísað er í að ofan, er að kornmeti sé ekki hluti af eðlilegu fæði manna vegna þess að það vaxi á grasi og við séum ekki grasbítar. Það eru svo heimskuleg rök að hálfa væri hellingur. Þó svo við étum ávexti af runnum étum við ekki börk og erum klárlega ekki trjámaðkar.
Annað sem gleymist er að eftir að við fórum að rækta mat og elda gilda allt aðrar reglur. Hvítkálið sem var einu sinni eitrað er hægt að elda, með kynbætum síðustu þúsundir ára hefur það svo orðið ætt. Að taka ekki tillit til þess er bara heimskulegt.
Hann getur séð hvernig menn í norður Evrópu gátu á nokkur þúsund árum myndað þol gegn mjólkurafurðum, en dettur ekki í hug að við hefðum getað aðlagast öðru fæði?
Kjötát snarminnkaði á tímabili og var líklegast fyrir flesta bændur og fátæka frekar óheppilegt. Í nútíma vestrænum ríkjum er þetta hins vegar farið á hinn veginn, við erum farinn að éta margfalt meira en við höfum nokkurn tímann geta étið. Þetta tengja faraldsfræðingar svo við aukna tíðni ristilkrabba o.s.frv. Svo ekki sé talað um þá orku og ferskvatn sem fer til spillis. Það er allavega ýmislegt sem þarf að endurskoða miðað við nútíma kjöt át.
En ég er eiginlega að röfla. Bottom line, við erum ekki grænmetisætur, við erum ekki hellabúar og við borðum of mikið rautt kjöt (of lítið af fiski hins vegar). Kíktu bara á bókina sem ég benti á ef þú vilt heimildir.