Fer eftir því hvernig rúgbrauð þú ert að tala um. Þau eru ekki óholl, en þau er misholl. Ef þú ert að tala um seytt rúgbrauð (dökk brúnt og sætt á bragðið) þá er það töluvert orkuríkt miðað við næringargildi, það er hins vegar ekki óhollt nema óhófi eins og svo margt annað. Fjölkornarúgbrauð (ljósbrúnt með heilum rúg og öðrum kornum í) er hins vegar mjög næringarríkt miðað við orkuinnihald, það er hollari kostur.