ég var nú bara að koma úr pásu frá því í byrjun febrúar og ég er eins og fokking rækja, allar þyngdir lækkuðu hjá mér og ég er ekki kominn í ræktarstuðið ennþá (ræktarstuðið = get ekki verið einn dag frá ræktinni) En ég reyni að gera mitt besta!
Það fer rosalega eftir því af hverju varstu í pásu, hafir þú verið meiddur eða VEIKUR þá hefur þú misst talsvert meira en á mánaðar hvíldarpásu.
Byrjaðu bara safe, taktur þyngdir sem að þú ert nokkuð viss um að þú ráðir við og vinndu þig upp þaðan.
Það fer talsvert betur með egóið þegar maður er raunsær og manni tekst að klára æfingarnar frekar en að setja markið og hátt og skíta á sig.
Þú ættir að finna það í upphituninni hvar þú stendur.
Fyrsta vikan ætti að vera skítlétt, bara hálfgert tékk á stöðunni ásamt upphitun fyrir líkama og sál.
Hef sjálfur þurft að taka 4 mánaða pásu frá ræktinni, ég byrjaði bara létt og mörg reps og á 3 mánuði var ég orðin sterkari en ég hafði nokkurntíman verið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..