Ég er með smá vandamál…
Málið er að ég er með einhverskonar fitu á milli handanna og brjóstanna sjá mynd. Þetta er alveg hrikalega ósmekklegt og ég vildi gjarnan losna við þetta.

Ég er ekki feit, þetta er nokkurnveginn mesta fita sem er á líkamanum mínum, síðan væri þetta í lagi ef að ég væri með flott brjóst, en ég er varla með brjóst þannig að þessi fita meikar engan sens.
Ég veit að fullt af konum eru með svona, en mjög fáar eru með svona mikið! Og líka það að ég er það grönn að það er tekið nokkuð vel eftir þessu.
Þetta spilar inní þegar það kemur að því að velja föt og ég tala ekki um kjóla!

Ég æfi íþróttir 3-4x í viku, síðan hleyp ég svona 1x í viku 3-4 km. Ég borða ágætlega hollustulega og nóg af ávöxtum og grænmeti á hverjum degi. Til þess að reyna að losna við þetta er ég farin að taka fleiri armbeygjur og gera fullt af æfingum með lóðum sem að eiga að vinna á þetta svæði en þetta virðist bara vera að stækka! :(

Veit einhver hvernig í ósköpunum ég get losnað við þetta? Þarf ég að fara í einhverja ofur-megrun og 10x á viku í ræktina til þess að þetta hverfi?

Ef að einhverjum finnst að ég ætti að hætta að kvarta og ég ætti bara að sætta mig við þetta, þá er ég búin að reyna það. Það tókst þangað til að ég fór að leita að árshátíðarkjól.

Þetta er ekkert smart. Þetta er kannski flott á einhverjum konum, en þetta er ekki flott á mér. Ég hef alvarlega íhugað að fara í lýtaaðgerð til þess að losna við þetta, en ég er ekki viss um að ég myndi vilja það að þurfa að vera í margar vikur í endurhæfingu eftir svoleiðis.
Ég er tilbúin að fara mjög langt til þess að þetta hverfi, eða minnki.

Getur einhver hjálpað mér? Veit einhver hvernig á að minnka þetta? Hvernig æfingar vinna á svæðið?







Bætt við 12. maí 2009 - 15:50
http://i61.photobucket.com/albums/h50/Simply_Tien/untitled.jpg
Þetta er myndin sem að átti að vera þarna fyrir ofan :)