Það veltur á því hvað þú kallar árangur. Hvort þú ert að byggja upp þol eða hvort þú ert bara að pæla í að brenna eins og mofó.
Að byggja upp þol er mun víðara dæmi en bara HIIT endalaust. En ef þú vilt brenna þá snýst það um að ná eins háum meðalpúlsi á æfingu eins og þú getur. Það er í raun um það sem interval æfingar snúast. Það virkar nefnilega ekki að byrja bara að hlaupa rosa hratt og halda það út til að ná sem hæðstum meðalpúls, því að maður klárar sig bara allt of fljótt og nær ekki að halda púslsinum uppi. Þannig að þá lítur púls línuritið út eins og löng rennibraut, há fyrst og lækkar svo smátt og smátt. En interval þjálfun gengur út á að hvíla sig með reglulegu millibili og þá nær maður hærri meðalpúlsi á æfingu. Þannig reyndu að ná eins háum meðalpúlsi og þú getur.