Ég veit geðveikt gott ráð við sósum! :) Í öllum sósum þar sem er vanalega majones skaltu frekar seta smá hreint skyr, sýrðan rjóma, grískt jógúrt og ef þú vilt piíííínu lítið létt majones. En það þarf ekki..hitt er nóg! Þá ertu kominn með rosalega holla og góða sósu :)
Koteilssósa: tómatsósa, sýrður rjómi, skyr og grískt jógúrt.
Hvítlaukssósa: Hvítlauksduft í pökkum (er selt sem salad dressing), sýrður rjómi, skyr og grískt jógurt.
Osfr, osfr, osfr. Getur prófað þig áfram með þetta! :) Grískt jógúrt er líka oft betra heldur en rjómi. T.d. eru skornir ávextir með grísku jógúrti rosalega gott! Smakkaði fyrst grískt jógúrt þegar ég fór til Rhodos í fyrrasumar. Ég trúði ekki að þetta væri jógúrt, þetta var svo gott! Og núna er farið að selja þetta hér á landi :) Hollt og gott :)
An eye for an eye makes the whole world blind