Allt sem hindrar súrefnisupptöku, dregur úr blóðflæði eða hindrar að öðru leiti að orka berist til vöðva skerðir þol. Þegar þú hleypur til dæmis þurfa vöðvar líkamans að fá meiri orku og súrefni til þess að brenna, þá þarf hjartað (sem er vöðvi) að slá hraðar og til þess þarf það sjálft meiri orku og súrefni. Þetta flyst allt með blóði um æðakerfi líkamans, ef æðarnar þrengjast vegna til dæmis nikótíns þá berst augljóslega minni orka og súrefni til vöðvanna. Líklegast eru fleiri efni í munntóbaki sem hafa áhrif, en það er nokkuð augljóst að munntóbak dregur úr árangri í íþróttum.