Það þarft ekki að teygja á. Það er rétt að þú teygir á vöðvum en það eykur sveigjanleika upp að vissu marki, ef þú teygir of mikið á getur það valdið óstöðugum liðum og aukið hættuna á því að þú slasar þig. Það er þess vegna ekkert einsýnt í þessum málum, raunar er minni hætta á slysum hjá þeim sem teygja ekki á og hjá þeim sem teygja. En það er ekki þar með sagt að fólk eigi ekki að teygja á, það skiptir líka máli hvernig það er gert.
Þú teygir líka á vöðvunum þegar þú ert að lyfta. Einnig er ein ástæða fyrir mikilli spennu í vöðvum er líka sú að menn þjálfa einn vöðva meira en annan sem stjórnar gagnstæðri hreyfingu, algengt dæmi er þegar kálfarnir eru mun sterkari en sköflungurinn (tvíhöfði gegn þríhöfða o.s.frv.).
Það er líka ekkert sem bendir til þess að teygjur dragi úr líkum á harðsperrum. Það eru mestar líkur á því að þú finnir fyrir þeim eftir mikil átök, en besta leiðin til að fyrirbyggja þær er að kæla sig niður með rólegri æfingum, til dæmis með því að skokka rólega í 10 mín. eftir lyftingar.
Það hljómar kannski eins og ég sé að tala gegn teygjum, en það er ekki alveg þannig. Ég teygi sjálfur á og stunda jóga. Það þarf hins vegar að gera teygjur rétt og gæta þess að teygja ekki of mikið á, hér eru leiðbeiningar ACSM (The American College of Sports Medicine) um teygjur íslenskaðar:
* Haldið teygju í 10 til 30 sekúndur, endurtakið allt að fjórum sinnum (menn græða ekkert á því að teygja meira á eða lengur í hvert skipti).
* Gerið að minnsta kosti eina teygju fyrir hvern vöðvahóp.
* Teygið á tvisvar til þrisvar á viku, helst daglega.
* Teygið svo mikið á að þið finnið til óþæginda en alls ekki meira.
* Ekki halda andanum meðan þið teygið á.
Svo eru líka sértilfelli, til dæmis er mjög gott að teygja sérstaklega vel á hásinn ef menn vinna við skrifstofustörf þar sem hún er venjulega töluvert styttri vegna þess hve fólk situr mikið. Það á heldur ekki að teygja á með því að boppa einhvern veginn fram eins og þegar fólk situr á gólfinu og teygir hendur fram að tám, þú átt að teygja þig fram í einni hreyfingu og ekki að neyða þig fram með því engjast allur til. Það á heldur ekki að teygja á áður en þú hefur hitað upp, það er gagnslaust og það kemur ekki í staðinn fyrir upp hitun heldur.
Bottom line, teygjur eru ekki aðalatriðið. Það er mun mikilvægara að passa upp á að lyftingarprógrammið innihaldi æfingar fyrir alla vöðvahópa og þeir séu þjálfaðir jafnt. Auk þess er að mínu mati mun mikilvægara að menn einbeiti sér að því að bæta til dæmis jafnvægi og gera svokallaðar core exercises (sem ég hef aldrei getað fundið íslenskt heiti yfir). Þú ættir frekar að hvetja kærastan þinn til þess að gera jóga, enda inniheldur það teygjur, jafnvægisæfingar og þessar svokölluðu core exercises. Það er bara lame að geta ekki farið í rómverska brú. :)
Bætt við 9. apríl 2009 - 00:14
Svo ég bæti við vegna HerbaLife spurninguna. Ég hef ekki prufað þetta, en veit nokkurn veginn hvað er í þessu. Ef þú átt erfitt með að borða morgunmat er þetta vissulega betra en ekki neitt. Hefur þú prufað Sol-hafragrautinn frá OTA? Það er hægt að fá pakka með litlum pokum í, setur bara einn poka í skál, smá vatn og setur í örbylgjuofn í 2 mín. Hægt að fá með eplum og kanil eða bláberjum. Svo mæli ég bara með Heilsu tvennu frá Lýsi, þ.e. lýsi og fjölvítamín.