Skomm, aftan á kálfanum er ég með svona fæðingablett sem er ljósbrúnn en svo kemur annar dekkri ofan í hann, svona minni. Semsagt, dökkur lítill fæðingablettur ofan í ljósan venjulegan. Smá upphleypt en það hefur kannski alltaf verið svoleiðis, veit ekki. Hef ekki mikið verið að spekúlera í fæðingablettunum mínum svo ég hef ekki hugmynd hvort þetta hefur alltaf verið svona. Svo ef ég klóra í þetta þá er svona eins og mig hafi klæjað í þetta. (En samt ekki fundið fyrir því fyrr en ég klóraði mér.)

Ég fer af og til í ljós, 3x-4x á stuttu tímabili samt núna uppá síðkastið. Ætti ég að kíkja til læknis eða er þetta venjulegt? Var að lesa um Sortuæxli (http://www.landlaeknir.is/Pages/669) en samt er ég einhvern veginn á báðum áttum.