Það sem hefur reynst mér best er Animal M-stak og ég veit um einn gæja sem er að díla þetta á milljón.
Ég sjálfur bætti mig umtalsvert þegar ég byrjaði á þessu í fyrsta skipti, fann mikinn mun bara þegar ég var að mæta á æfingar, mikið meira pumpaður og sprengdi mig ekki jafn fljótt og áður. Ég fór úr 50kg í bekk í 70kg í bekk á 6 vikum. Var með 4,8% í fituprósentu og át eins og brjálæðingur. Ég er 175 ca og var þá sirka 69kg, svo minnkaði ég aðeins eftir að ég fór í skólann. Ég mæli samt eindregið með M-Stak.
Svo þetta með fitubrennslutöflur, þær eru bara stórhættulegar fyrir hjartað í þér, það eru til möööörg dæmi um hjartaáföll hjá fólki sem hefur aldrei verið í neinum vandamálum með hjartað áður og t.d. bara hjá vini félaga míns sem er bara 18 ára, hann lenti í því að fá hjartaáfall þannig ég mæli alls ekki með brennslutöflum, þó það sé verið að ýta alveg slatta á þetta í auglýsingum og svoleiðis. Til þess að vera skorinn þá geturu gert margt annað t.d. bæta mataræði og brenna á morgnanna áður en þú ferð í skóla/vinnu.
Prófaðu bara að minnka át á t.d. brauði, pasta og fæði sem er ríkt af kolvetni. Borðaðu meira af t.d. hafragraut, skyri, kjöti, fisk og þannig löguðu.