Sælir hugarara, ég hef stundað ræktina í 3 og hálfan mánuð, og ég er ekkert búinn að bæta mig í bekk pressu:O er búinn að vera fastur í 65kg síðan ég byrjaði ég næ ekkert meira,
Ef þú ert búinn að vera fastur síðan þú byrjaður þá er e-ð virkilega mikið að… Getur prófað að létta, og fjölga settum, skipt yfir í handlóð, prófað að létta og fara hratt upp og hægt niður. Prófaðu bara e-ð nýtt, hrista aðeins upp í þessu
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.
Prufaðu að breyta til, þetta er ekki eina æfingin sem þjálfar brjóstvöðvana (pressa með handlóðum á bekk, fluga sitjandi í vél eða liggjandi á bekk o.s.frv.). Getur líka prufað að breyta fjölda endurtekninga eða átaki, til dæmis að taka léttar og hægar o.s.frv. Ef þú ert að léttast mjög hratt gæti líka verið að þú sért ekki að borða nóg, þá er illmögulegt að bæta sig.
ástæðan fyrir því að fólk staðnar er af því að það er að nota sama prógrammið of lengi, líkaminn er fljótur að aðlagast æfingum eða bara 8 vikur að því. Þannig að það er best að skipta 6-8 vikna fresti, skipta út æfingum og bæta inn í allskonar, taka þyngra, mixa aðeins í þessu annars lendiru bara í þessu veseni sem þú ert í núna, stöðnun.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..