Sko ef þú ert að æfa frjálsar þá er dæmið soldið flóknara (í.þ.m. finnst mér það) en ef þú værir bara að lyfta til að massast eins og flestir eru að reyna að gera. Þannig að þú græðir ekki á að herma eftir eða taka mið af einhverju body building prógrammi. Bara svo þú vitir það. ;)
Það sem þú þarft að æfa eru hreyfingar, og þá eru flestar maskínur gangslausar. Þú þarft sem sagt að hugsa í þrívídd þegar þú ert að lyfta eða æfa, því íþróttin og þínar hreyfingar vinna í þrívídd.
Þess vegna skipta snúningar, upp og niður, ská, afturábak og áfram, til hægri og vinstri, og allar mögulegar samsetningar af þessu máli. Athugaðu að þegar þú kastar til dæmis spjóti, þá kastaru ekki spjótinu með hendinni, eða handleggnum, eða efribúknum, þú kastar því með öllum líkamanum, þannig að litla tá tekur líka þátt. Pældu vel í þessu.
Býst við að lokum viljir þú fá það sem er kallað POWER.
Power = harði + styrkur.
Pældu í því hvað þetta þýðir.
Þess vegna þarftu að þjálfa bæði styrk og hraða, og til að láta þetta koma vel saman og mynda power, þá þarf styrktarþjálfunin að samræmast hreyfingunum sem þú notar að einhverju leyti. En ok þetta er að verða of langt og of flókið, en áttaðu þig á því að þetta ER flókið. ;)
Besta sem þú gerir núna, er að lyfta handlóðum, og lyfta á stöng. Besta sem þú gætir gert væri að læra ólympískar lyftur því þær þjálfa power mjög vel, enda nota íþróttamenn þær mikið (flestar íþróttir), það sem er næst best væri að þú takir powerlifting/kraftlyftinga lyftur, þ.e.a.s. hnébeygju, réttstöðu/deadlift, bekkpressu. Þetta eru mjög góðar lyftur til að byggja alhliða styrk. Gúgglaðu powerlifting og olympic lifts eða eitthvað í áttina, og lestu þig til og kíktu á vídeó, td fullt af allskonar vídeóum á youtube.
Ef þú ert óvön/óvanur að lyfta þá verðurðu að byrja rólega. Byrja á svona 15 reps og taka þér kannski mánuð í að fikra þig niður í 10, og svo færa þig smátt og smátt niður í 3-6 reppa. En passaðu tæknina vel og taktu liðavítamín, passaðu upp á liðina, þú átt ekki að fá bólgur eftir æfingar, eða fá liðverki, þá þarftu að trappa þig til baka. Þú vilt ekki lyfta þig í meiðsli áður en keppnistímabilið byrjar, eða þegar þú þarft að einbeita þér mest að íþróttinni sjálfri. En styrkur er þjálfaður með því að lyfta ÞUNGT. Fræðilega séð græðirðu mest á að lyfta 1 rep ( sem sagt eins mikið og þú getur lyft einusinni en ekki tvisvar ) en það bara fræðilega sniðugt því það væri hrein geðveiki og myndi líklega rústa á þér líkamanum á stuttum tíma. Svoleiðs er aðeins fyrir kraftlyftingamenn sem eru mjög líklega á sterum.
Það er rétt að þú þarft líklega að fókusera mest á fæturna, en miðjan er líka mjög mikilvæg. Efribúkurinn kemur líka við sögu í 100 metrunum og líkast til í 200 metrunum. Ég er ekki alveg með þetta á hreinu, en þegar ég var að æfa frjálsar sem polli var okkur sagt að efribúkurinn geti dregið mann áfram á 100 metrunum. En spurðu þjálfarann þinn út í þá þætti sem snúa meira að sjálfri íþróttinn. Hann ætti líka að vita allt um það sem ég var að ráðleggja þér og ætti að geta ráðlagt þér enn betur. (Ég ætla rétt að vona það.)
En mundu líka að þekking er einn þáttur sem íþróttamaður þarf að “þjálfa” því þú þarft að læra að æfa gáfulega. Fullt af hæfileikaríkum íþróttamönnum sem æfa eins og fífl, en komast kannski upp með það af því þeir eru hæfileikaríkir. En um leið og þú ferð að nálgast toppinn virkar ekki að æfa eins og fífl jafnvel þó menn hafi hæfileika. Þetta er raunar algerlega klassískt, og líklegra að fólk sem er með mikla hæfileika æfi asnalega, af því það hefur komist upp með það lengi. Ekki vera einn/ein af þessum. Því súper hæfileikar + skynsamleg þjálfun = súper árangur. Súper hæfileikar + fíflaleg þjálfun = bara góður árangur. Lærðu þess vegna eins mikið og þú getur um íþróttina þína og þjálfun, jafnvel þó þú hafir þjálfara til að hugsa fyrir þig. Þú þarft líka að geta þekkt muninn á lélegum, venjulegum og frábærum þjálfara, til að geta valið á milli. ;)
Ok gangi þér vel!
Bætt við 31. mars 2009 - 00:26
Googlaðu líka um plyometrics. Það skiptir miklu máli fyrir power og er stór þáttur í þjálfun í frjálsum, sem þú þekkir eflaust sjálf/sjálfur.